Fór til Íslands og fékk endurgreitt

Íslandsfarinn sænski vildi ekki gista á byggingalóð og fékk endurgreitt.
Íslandsfarinn sænski vildi ekki gista á byggingalóð og fékk endurgreitt. mbl.is/ÞÖK

Óánægður Íslands­fari fékk greidd­ar bæt­ur frá sænsku ferðaskrif­stof­unni Hekla Tra­vel AB í Gauta­borg. Farþeg­inn fór í frí til Íslands í fyrra sum­ar og var hann óánægður með að eitt hót­elið sem ferðahóp­ur hans var bókaður á var í raun hægt að kalla bygg­ingalóð þar sem mikið gekk á langt fram á kvöld.

Farþeg­inn sem býr í Skell­ef­teå kvartaði og fékk sem sam­svar­ar 29 þúsund ís­lenskra króna en það þótti hon­um ekki nóg og í Norra Vä­ster­botten Tidn­ingen kem­ur fram að hann kærði málið til neyt­enda­stofu sem dæmdi hon­um 19 þúsund krón­ur til viðbót­ar sem Hekla Tra­vel mun þurfa að greiða.

Ekki fylgdi sög­unni hvaða hót­el þetta var eða hvar á land­inu það er að finna né held­ur hvort sam­ferðamenn­irn­ir fengu einnig bæt­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert