Hafís nálgast landið

Gervihnattamyndin yfir Vestfjörðum sýnir hvernig hafísinn hefur teygt sig yfir …
Gervihnattamyndin yfir Vestfjörðum sýnir hvernig hafísinn hefur teygt sig yfir landið norðvestavert.

Hafís er kominn nálægt landi um landið norðvestanvert og líkur eru á því að ísinn færist enn nær landi næstu daga því spáð er suðvestlægum áttum. Að sögn Ingibjargar Jónsdóttur, landfræðings og dósents, sem vinnur að hafísrannsóknum við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, er ákveðin hætta á því að ísinn gæti farið inn á siglingaleiðir við Horn næstu daga.

Ingibjörg segir í samtali við mbl.is að ólíklegt sé að ísinn fari inn í firði líkt og gerðist fyrr á þessu ári í Dýrafirði svo dæmi sé tekið, en í lok janúar fylltist fjörðurinn af ísdreifum þegar hafís rak að landi.

Hún segir að ísinn sem er næst landi sé gisinn. „Þannig að það gætu einhverjir jakar farið inn á siglingaleiðir við Horn,“ segir Ingibjörg og bætir því við að ráðlegt sé að fylgjast með þróun mála næstu daga.

Hafísvefur Veðurstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert