Hafís nálgast landið

Gervihnattamyndin yfir Vestfjörðum sýnir hvernig hafísinn hefur teygt sig yfir …
Gervihnattamyndin yfir Vestfjörðum sýnir hvernig hafísinn hefur teygt sig yfir landið norðvestavert.

Haf­ís er kom­inn ná­lægt landi um landið norðvest­an­vert og lík­ur eru á því að ís­inn fær­ist enn nær landi næstu daga því spáð er suðvest­læg­um átt­um. Að sögn Ingi­bjarg­ar Jóns­dótt­ur, land­fræðings og dós­ents, sem vinn­ur að haf­ís­rann­sókn­um við Jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands, er ákveðin hætta á því að ís­inn gæti farið inn á sigl­inga­leiðir við Horn næstu daga.

Ingi­björg seg­ir í sam­tali við mbl.is að ólík­legt sé að ís­inn fari inn í firði líkt og gerðist fyrr á þessu ári í Dýraf­irði svo dæmi sé tekið, en í lok janú­ar fyllt­ist fjörður­inn af ís­dreif­um þegar haf­ís rak að landi.

Hún seg­ir að ís­inn sem er næst landi sé gis­inn. „Þannig að það gætu ein­hverj­ir jak­ar farið inn á sigl­inga­leiðir við Horn,“ seg­ir Ingi­björg og bæt­ir því við að ráðlegt sé að fylgj­ast með þróun mála næstu daga.

Haf­ísvef­ur Veður­stof­unn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert