Jafnvel fyrirboði neðansjávargoss

Öflug jarðskjálftahrina hófst úti fyrir Reykjaneshrygg seint á mánudagskvöld og stóð fram á morgun. Fleiri hrinur mældust í gærdag og mikil virkni var á svæðinu. Í gærkvöldi höfðu á fjórða tug skjálfta náð þremur á Richter en sá stærsti, 4,1 á Richter, mældist um klukkan fimm í gærmorgun. Jarðskjálftar eru algengir á þessum slóðum.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru engin merki um eldvirkni á svæðinu en ekki er hægt að útiloka að skjálftarnir séu fyrirboði neðansjávargoss. Ámóta jarðskjálftahrina mældist um mánaðamót febrúar og mars en sú hrina var mun styttri auk þess sem skjálftarnir voru lengra frá landi. Skjálftarnir í gær og á mánudag voru um 35 kílómetra suðvestur af Reykjanesvita.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka