Nýbúaútvarp mun nást á öllu höfuðborgarsvæðinu

Nýbúaútvarpið hefur gefist vel, það sendir út á fjórum tungumálum.
Nýbúaútvarpið hefur gefist vel, það sendir út á fjórum tungumálum. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Hafnarfjarðarbær hyggst stækka útsendingarsvæði nýbúaútvarps og mun það framvegis nást á öllu höfuðborgarsvæðinu. Nýbúaútvarp hefur verið starfrækt í Hafnarfirði frá því í nóvember 2006 með útsendingarstyrk sem nær einungis Hafnarfirði.

Hafnarfjarðarbær hefur átt í viðræðum við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu með mögulegt samstarf í huga vegna þessa verkefnis.

Nýbúaútvarpið hefur sent út á FM 96,2 frá fjölmiðladeild Flensborgarskóla en að svo stöddu er ekki ljóst hvort sú tíðni mun haldast óbreytt né heldur hvenær útsendingasvæðið mun stækka. Nýbúaútvarpið sendir út á fjórum tungumálum, pólsku, rússnesku, ensku og tagalog sem er tungumálið sem talað er á Filipseyjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert