Öll eggin seldust fyrir páska

Páskaegg voru uppseld í stærstu verslunum Akureyrar um miðjan dag á laugardag og líklegt að nær öll egg sem í boði voru í bænum hafi selst. "Við seldum rétt um 16.000 páskaegg en hefðum getað selt töluvert meira, eftirspurnin var mjög mikil," sagði Brynjar Davíðsson, verslunarstjóri í Bónus, við Morgunblaðið.

Brynjar segir mörg egg hafa selst í Bónus á undanförnum árum, en aldrei sem núna. "Fólk hringdi hingað á laugardaginn, nánast örvinglað, í leit að eggjum." Verslunarstjórar í Nettó og Hagkaupum höfðu sömu sögu að segja. Þar seldist allt upp en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir. En reikna má með að hver einasti íbúi Akureyrar hafi eignast tvö páskaegg að meðaltali að þessu sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert