Rauði krossinn segir þjáningar Íraka aukast

Íraki sést hér fella tár í Mahmoudiya í Írak þar …
Íraki sést hér fella tár í Mahmoudiya í Írak þar sem mannskæð sprengjuárás var gerð á páskadag. Reuters

Alþjóðanefnd Rauða krossins segir aðstæður í Írak versna í sífellu fyrir íbúa landsins. Í nýrri skýrslu sem samtökin hafa sent frá sér kemur fram að íbúarnir þurfi að þola gríðarlegar þjáningar af völdum átakanna í landinu.

Þá segir í skýrslunni að dagleg áþján íbúanna minni á langvarandi vanvirðingu fyrir lífinu og mannlegri reisn. Í skýrslunni er reynt að vekja athygli á því hvernig lífið í Írak sé, fjórum árum eftir falla Saddams Husseins.

Bent er á að sprengjuárásir og mannrán í Írak séu svo tíð að þau komist ekki lengur á forsíður blaðanna.

Alþjóðanefnd Rauða krossins vonast til þess að skýrslan sýni fram á hvernig hvernig lífið sé orðið hjá þeim körlum, konum og börnum sem búa í landinu.

Enn eru hjálparstarfsmenn á vegum Rauða krossins í Írak þrátt fyrir að skrifstofur samtakanna í Bagdad hafi verið sprengdar fyrir þremur og hálfu ári síðan, að því er segir á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert