Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, gekkst undir brjóstholsaðgerð á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í gærdag og samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu gekk aðgerðin vel og er líðan ráðherrans eftir atvikum góð.
Björn fann fyrir mæði síðastliðinn mánudag og fór því í athugun á LSH. Kom í ljós að annað lunga hans hafði fallið saman og er það í annað skiptið á árinu sem ráðherrann leggst inn á sjúkrahús vegna þess.
Óvíst er hversu lengi Björn verður að ná sér eftir aðgerðina.