Efnilegustu skákmenn landsins á alþjóðlegu skákmóti

Alþjóðlegt skákmót til minningar um Þráin Guðmundsson hófst í húsakynnum Skáksambands Íslands í gær og taka 36 skákmenn þátt í mótinu. Nokkrir efnilegustu skákmenn landsins eru meðal þátttakenda, enda tilgangurinn er enda sá að gefa þeim tækifæri á að styrkja sig á alþjóðlegu móti.

Stigahæstur íslenskra skákmanna er Héðinn Steingrímsson, en meðal annarra keppenda er Stefán Kristjánsson, sem hefur náð tilskyldum stórmeistaraáföngum en vantar aðeins 32 stig upp á að 2.500 stigum, og þar með stórmeistaratitli.

Meðal erlendra skákmanna sem taka þátt í mótinu eru Normunds Miezis og Robert Bellin, sem sigruðu á Kaupþingsmótinu á dögunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert