Félagsmálaráðherra: Mikilvægt að tryggja rétt skuldara

mbl.is/Brynjar Gauti

Magnús Stef­áns­son fé­lags­málaráðherra vill skoða kosti þess að setja sér­staka lög­gjöf um úrræði vegna greiðslu­erfiðleika þar sem mik­il­vægt sé að tryggja skuld­ara samn­ings­rétt, rétt til að halda eft­ir ákveðnu lág­marki tekna til að geta séð sér far­borða og heim­il­is­rétt sem trygg­ir hús­næði sem upp­fyll­ir lág­marks­kröf­ur.

Þetta kom fram í ávarpi ráðherra á árs­fundi Ráðgjaf­ar­stofu um fjár­mál heim­il­anna í morg­un. Þá lýsti fé­lags­málaráðherra því yfir að hann vildi beita sér fyr­ir áfram­hald­andi starf­semi Ráðgjaf­ar­stofu um fjár­mál heim­il­anna.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um fé­lags­málaráðuneyt­is­ins hef­ur Magnús rætt hug­mynd­ir sín­ar um rétt­skuld­ara við viðskiptaráðherra en hann skipaði nefnd þann 5. mars síðastliðinn til að vinna drög að frum­varpi til sér­stakra laga um greiðsluaðlög­un ein­stak­linga. Sam­kvæmt skip­un­ar­bréfi á nefnd­in að hafa hliðsjón af nor­rænni lög­gjöf og reynslu af laga­fram­kvæmd um sam­bæri­leg úrræði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert