Flugdreki ógnaði flugöryggi

Ógnir háloftanna geta verið af ýmsum toga miðað við frásögn …
Ógnir háloftanna geta verið af ýmsum toga miðað við frásögn lögreglu. Í þessu tilfelli var það flugdreki. mbl.is/Jim Smart

Það er fátítt að lögreglumenn hafi afskipti af fólki með flugdreka en þó gerðist það í þessari viku. Um var að ræða karlmann sem var með flugdreka í Öskjuhlíðinni. Flugdrekinn var svo hátt á lofti að hann truflaði aðflug flugvéla að Reykjavíkurflugvelli.

Maðurinn tók afskiptum lögreglu vel og tók niður flugdrekann. Hann sagðist jafnframt ekki hafa gert sér grein fyrir hættunni sem af þessu skapaðist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert