Sjómaðurinn fannst látinn

Frá aðgerðum björgunarsveitanna í dag.
Frá aðgerðum björgunarsveitanna í dag. mbl.is/Jón Sigurðsson

Trillusjómaðurinn frá Vopnafirði sem leitað hefur verið í dag og í nótt fannst látinn í sjónum um eina og hálfa sjómílu frá landi nú á tólfta tímanum að sögn Landhelgisgæslunnar. Það var björgunarbáturinn Hafbjörg frá Neskaupsstað sem fann manninn.

Bátur mannsins fannst mannlaus uppi í fjöru við norðanverðan Kollumúla í gærkvöldi. Ekkert neyðarkall hafði borist frá bátnum og reglulega sendingar bárust frá honum í sjálfvirku tilkynningarskyldunni.

Um 100 björgunarsveitarmenn frá 12 björgunarsveitum tóku þátt í leitinni sem fór fram bæði á sjó og landi. Þyrla og Fokkervél Landhelgisgæslunnar og varðskipið Týr voru einnig við leit.

mbl.is/KG
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert