Stúdentaráð Háskóla Íslands vill að menntamál verði gerð að kosningamáli og skorar á stjórnmálaflokkana, sem bjóða fram til Alþingis, að gera stefnumál ráðsins að sínum og berjast þannig fyrir betra samfélagi.
Stúdentaráð lagði í dag fram plagg, sem það segir vera stefnuskrá sína og þar sem rakin eru þau mál, sem ráðið vill leggja áherslu á. Þar á meðal vill SHÍ að að Ísland verði að þekkingarþjóðfélagi í fremstu röð og að stjórnvöld leggi aukna áherslu á menntun.
Þá krefst ráðið þess, að stuðlað verði að örri uppbyggingu menntakerfisins á Íslandi og hlúið sérstaklega að Háskóla Íslands, sem er þjóðskólinn og flaggskip menntunar á Íslandi.