Landsfundur Samfylkingar hefst í dag

Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag í Egilshöll í Reykjavík. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, flytur setningarræðu sína laust eftir kl. 16 þegar fundurinn hefur verið settur.

Áður en hefðbundinn landsfundarstörf hefjast verður fundur í sveitarstjórnarráði Samfylkingarinnar. Sá fundur hefst kl. 12. Eftir það munu níu málefnahópar hittast. Þeir taka m.a. á byggðamálum, kynjajafnrétti og kvenfrelsi, málefnum aldraðra, velferðarmálum, menntamálum og atvinnu- og umhverfismálum.

Gestir á landsfundinum verða þær Mona Sahlin, formaður sænska jafnaðarmannaflokksins, og Helle Thorning-Schmidt, formaður danska jafnaðarmannaflokksins.

Að morgni laugardags kynna starfshópar niðurstöður sínar og síðan er málþing undir yfirskriftinni Auður Íslands – framtíðarsýn. Síðar um daginn verður pallborð þar sem "horft er til framtíðar" en fundi verður slitið kl. 18 að loknu kjöri formanns og varaformanns.

Á heimasíðu flokksins, samfylking.is, er að finna drög að ályktunum flokksins í einstökum málaflokkum. Þar er lögð áhersla "á endurreisn velferðarkerfisins með hag barna og aldraðra í fyrirrúmi, fjárfestingarátak í menntun og samgöngubótum og ábyrga stefnu í efnahagsmálum og umhverfismálum", eins og segir í fréttatilkynningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert