Lekandatilfellum fjölgar

Alls greind­ist 31 ein­stak­ling­ur með lek­anda á sýkla­fræðideild Land­spít­ala-há­skóla­sjúkra­húss á ár­inu 2006 og er það mik­il aukn­ing frá ár­inu 2005. Þetta kem­ur fram í Far­sóttaf­rétt­um land­læknisembætt­is­ins.

Sýk­ing­in grein­ist oft­ast í ald­urs­hópn­um 20–24 og eru karl­menn í meiri­hluta. Lang­flest­ir sem grein­ast eru frá höfuðborg­ar­svæðinu, en 26 eru með skráða bú­setu þar, þrír á Akra­nesi, einn frá Suður­landi og einn frá Aust­ur­landi.

Flest­ir (26) komu til grein­ing­ar og meðferðar á húð- og kyn­sjúk­dóma­deild Land­spít­ala-há­skóla­sjúkra­húss, sem einnig ann­ast rakn­ingu smit­leiða. Rakn­ing smit­leiða er mik­il­væg til að rjúfa þess­ar leiðir, en þá er haft sam­band við þá sem gætu hafa orðið fyr­ir smiti og hugs­an­leg sýk­ing meðhöndluð.

Fram kem­ur að svo virðist sem meiri­hluti smitaðra hafi smit­ast á Íslandi og er það ný­mæli miðað við fyrri ár þegar nán­ast allt lek­anda­smit átti upp­runa sinn er­lend­is.

Helstu ein­kenni lek­anda eru sviði og út­ferð frá þvagrás og kyn­fær­um, en ít­rekað skal að kon­ur eru oft­ar ein­kenna­laus­ar af sýk­ing­unni en karl­ar. Lek­anda­sýk­ing get­ur valdið al­var­leg­um sýk­ing­um og borist út í blóðið. Auk þess er ófrjó­semi þekkt­ur fylgi­kvilli sýk­ing­ar­inn­ar, einkum hjá kon­um. Það er því mik­il­vægt að hafa sam­band við lækni þegar grun­ur er um sýk­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert