Prestar Digraneskirkju hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir útskýra þá afstöðu sína, að setja það skilyrði að fermingarbörn í Digranessókn væru í þjóðkirkjunni. Fram kemur, að prestarnir ákváðu í október sl. að fella þetta skilyrði niður í október á síðasta ári.
Yfirlýsingin er eftirfarandi:
Þessi afstaða okkar vakti sterk viðbrögð og ákváðum við því í samráði við biskup Íslands að fella umrætt skilyrði niður strax í október á síðasta ári.
Það skal tekið fram að við höfum aldrei sett slíkt skilyrði varðandi aðra kirkjulega þjónustu.
Í ljósi umfjöllunar fjölmiðla um málefni ungrar stúlku sem óskaði eftir að fermast í Digraneskirkju, hörmum við að hafa valdið henni og fjölskyldu hennar sársauka og biðjum þau afsökunar á því.
Virðingarfyllst,
sr. Magnús Björn Björnsson, prestur
sr. Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur.