Kúffiskveiðiskipið Fossá ÞH, sem gert er út frá Þórshöfn af Íslenskum kúffiski ehf., hefur hafið aftur veiðar eftir langt hlé. Samningar um sölu á kúffiskafurðum hafa náðst við kaupendur í Bandaríkjunum og verður skipið gert út fram eftir sumri til að byrja með. Við þetta skapast mörg störf á Þórshöfn segir á vefnum bakkafjordur.is.