Langflestir vilja íslensku mjólkina

Langflestir vilja íslensku mjólkina.
Langflestir vilja íslensku mjólkina. mbl.is/Þorkell
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is

Könnunin var gerð í desember 2006 með 3.357 manna úrtaki. Í könnuninni sögðust ennfremur ríflega 60% mjög eða frekar andvígir því að nýtt kúakyn yrði flutt til landsins. Þegar spurt var að nýju í annarri könnun nú í apríl með 1.158 manna úrtaki var hlutfall andvígra komið niður í 53%. Þá jókst hlutfall þeirra sem voru mjög hlynntir úr 5,5% í 11%.

Í desemberkönnuninni voru þátttakendur spurðir hvort það hefði einhver áhrif á viðhorf þeirra ef innflutningur á nýju kúakyni myndi lækka verð á mjólk. 96% svarenda svöruðu því neitandi. Flestir þeirra sem voru andvígir kúainnflutningnum, eða 12%, sögðu íslensku mjólkina vera betri en þá erlendu og 11% voru á móti blöndun við aðra kúastofna.

Í vorkönnuninni sögðust 63% myndu velja íslenskan ost ef þeir gætu valið á milli innlends og erlends þar sem gæðin væru þau sömu. Þegar spurt var hvers þyrfti helst að gæta við innflutning á nýju kúakyni ef af yrði nefndi 41% sjúkdóma og fjórðungur svarenda vildi ekki blanda stofnum saman.

Þórólfur segir þessi viðhorf til kúainnflutnings ekki koma á óvart miðað við fyrri kannanir. „En það besta í þessu er hversu sáttir neytendur virðast vera við framleiðsluvörur mjólkuriðnaðarins,“ bendir Þórólfur á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert