Skynsamleg nýting náttúruauðlinda best tryggð með afnotarétti einstaklinga

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. mbl.is/GSH

Í ályktun um sjávarútvegsmál, sem samþykkt var á landsfundi Sjálfstæðisflokks í dag, segir m.a. að fullveldisréttur íslensku þjóðarinnar yfir náttúruauðlindum lands, lofts og sjávar, skuli vera óskoraður.

Kjörnir fulltrúar skuli fara með þennan rétt í þágu þjóðarinnar en í honum felist vald til að setja reglur um nýtingu og vernd náttúruauðlinda á Íslandi og í íslenskri lögsögu. Við setningu reglna um náttúruauðlindir beri að kveða á um rétt þeirra, sem auðlindirnar nýta.

Þá telur landsfundurinn, að skynsamleg og hagkvæm nýting náttúruauðlinda Íslands verði best tryggð með því að nýtingar- og afnotarétturinn sé í höndum einstaklinga. Ríkisvaldið hafi ekki öðru hlutverki að gegna á þessu sviði en því, að fara með fullveldisrétt þjóðarinnar, þar á meðal að setja skorður við nýtingu og afnotum í því augnamiði, að auðlindir Íslands verði til staðar fyrir komandi kynslóðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert