Tvær milljónir Íraka hafa flúið land

Talið er að meira en tvær milljónir Íraka hafi flúið land sitt vegna hildarleiksins sem þar geisar. Flestir hafa farið til Sýrlands og Jórdaníu og búa þar við slæman kost. Innan Íraks er sennilega jafnmargt fólk á vergangi.

Vandamálið hefur verið dulið að mestu og alþjóðlegir fjölmiðlar hafa ekki sinnt því ítarlega fyrr en á allra síðustu mánuðum. Breyting kann þó að verða á því eftir helgi, en þá hefur Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna boðað stóra ráðstefnu í Genf í Sviss.

Írakarnir sem búa í Amman bera sig illa, segja jórdönsk stjórnvöld hafa horn í síðu. Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, heimsótti Amman fyrir páska og í sunnudagsblaði Morgunblaðsins er að finna ítarlega úttekt hans á málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert