Fleiri konur doktorar en körlunum fækkar

Konur, sem leggja stund á doktorsnám við íslenska háskóla, eru nú tvöfalt fleiri en fyrir fáeinum árum. Á móti hefur körlum fækkað þannig að þeim sem ljúka doktorsnámi hefur ekki fjölgað í heildina.

Síðustu tvö árin hafa fimmtán útskrifast með doktorspróf frá Háskóla Íslands sem er eini íslenski háskólinn sem útskrifað hefur doktora, enn sem komið er. Í farvatningu er mikil aukning því nú leggja rúmlega 230 manns stund á doktorsnám við íslenska háskóla.

Konum hefur fjölgað mjög í þeim hópi sem ljúka doktorsprófi en körlum hefur fækkað um fjórðung á sama tíma. „Val á námsgreinum í doktorsnámi er síðan ólíkt eftir kynjum," segir Ásdís Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís. „Um 60% kvenna ljúka til dæmis doktorsnámi í félags- eða heilbrigðisvísindum. Konur sækja miklu minna í rannsóknir í verk- og tæknigreinum. Við útskrifum ekki nóg í verk- og tæknigreinum í alþjóðlegum samanburði. Og 80% af þeim sem ljúka doktorsnámi þar eru karlar."

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert