Bændur og frambjóðendur til Alþingis leiða saman hesta sína á opnum fundum um landbúnað á komandi vikum. Á fundunum verður staða og framtíð atvinnuvegarins rædd ofan í kjölinn.
Alls verða haldnir fjórir fundir en á þeim mun heimamaður fara yfir umfang landbúnaðar í kjördæminu, Haraldur Benediksson formaður Bændasamtakanna fjallar um landbúnað á landsvísu og fulltrúar frá framboðslistum kynna sínar áherslur.
Í framhaldinu verða síðan pallborðsumræður þar sem frambjóðendur og aðrir framsögumenn sitja fyrir svörum.
Fyrsti fundurinn verður haldinn í Félagsgarði í Kjós þriðjudaginn 17.
apríl.
Allir fundirnir hefjast kl. 20:30.
Dagsetningar og staðir:
Suðvesturkjördæmi - höfuðborgarsvæðið - þriðjudaginn 17. apríl -
Félagsgarður í Kjós.
Suðurkjördæmi - mánudaginn 23. apríl - Árhús á Hellu.
Norðausturkjördæmi miðvikudaginn 25. apríl Menntaskólinn á Egilsstöðum.
Norðvesturkjördæmi - mánudaginn 30. apríl ? Staðarflöt í Hrútafirði.