Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, fékk flest atkvæði í miðstjórnarkjöri á landsfundi flokksins í dag eða 709 talsins. Alls voru 25 í kjöri og greiddu 1012 landsfundarfulltrúar atkvæði. Fimm seðlar voru ógildir.
Aðrir miðstjórnarmenn, sem kjörnir voru á landsfundinum, eru Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar, en hún fékk 667 atkvæði, Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, 667 atkvæði, Áslaug María Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri, 633 atkvæði, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, 610 atkvæði, Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskverkakona, 549 atkvæði, Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi og framhaldsskólakennari, 549 atkvæði, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi, 535 atkvæði, Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnmálafræðingur, 491 atkvæði, Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarstjóri, 475 atkvæði, og Örvar M. Marteinsson, skipstjóri, 467 atkvæði.