Margar einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli

mbl.is/Júlíus

Einkaþotur verða ávallt al­geng­ari sjón á Reykja­vík­ur­flug­velli og í kvöld, þegar meðfylgj­andi mynd var tek­in, var um tug­ur slíkra véla á vell­in­um. Þjón­usta við einkaþotur hef­ur auk­ist um­tals­vert á und­an­förn­um miss­er­um en mikið er um að Íslend­ing­ar noti slík­ar vél­ar, ekki síst kaup­sýslu­fólk. Einnig milli­lenda slík­ar þotur gjarn­an hér á landi á ferðum milli Banda­ríkj­anna og Evr­ópu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert