Vill leiða þjóðina til nýrra tíma

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem lauk í dag.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem lauk í dag. mbl.is/Golli

Í stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir, að fái flokkurinn áframhaldandi umboð til forystu í íslenskum þjóðmálum muni hann leiða þjóðina til nýrra tíma í krafti þess mikla árangurs sem náðst hafi á undanförnum einum og hálfum áratug.

„Sjálfstæðisflokkurinn leggur nú grunn að nýrri framfarasókn þjóðarinnar. Glæsilegur árangur undanfarinna ára hefur skapað tækifæri til enn frekari framfara. Ísland á að vera áfram í fararbroddi þeirra þjóða heims sem búa við hvað best lífskjör. Aflmikið efnahagslíf veitir viðspyrnu fyrir áframhaldandi aukna fjárfestingu þjóðarinnar í menntamálum og tækifæri til að bæta þá þjónustu sem sátt er um að hið opinbera veiti. Á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar fara saman sjónarmið um jafnan aðgang að þeirri þjónustu sem hið opinbera veitir og að frumkvæði og útsjónarsemi einstaklingsins verði virkjað til að veita þá þjónustu þar sem því verður við komið. Ábyrg velferðarstefna sem hvílir á kraftmiklu efnahagslífi mun veita íslenskum fjölskyldum lífsgæði sem standast samanburð við það besta sem gerist í heiminum," segir m.a. í ályktuninni, sem samþykkt var í lok landsfundarins í dag.

Stjórnmálaályktun landsfundarins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka