10-11 segir frétt ASÍ um verðlag ranga

Verslunarkeðjan 10-11 segir, að tafla, sem birtist á heimasíðu ASÍ í dag með niðurstöðu verðkönnunar starfsmanna ASÍ í nokkrum verslunum hafi verið röng og því sé haldið fram að verð á sykri, súkkulaði og sætindum í 10-11 hafi hækkað um 8-9% þegar hið rétta sé, að verðið hafi lækkað um 14%.

Guðjón K. Reynisson, framkvæmdastjóri 10-11, segist í tilkynningunni fullyrða, að 10-11 skilaði að fullu lækkun virðisaukaskatts á matvælum til neytenda 1. mars og mjög auðvelt sé að sýna fram á það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka