120 ár frá fæðingu Guðjóns Samúelssonar

120 ár eru í dag liðin frá fæðingardegi Guðjóns Samúelssonar. Um þrjátíu ára skeið gegndi Guðjón starfi húsameistara ríkisins og hannaði á þeim tíma margar af helstu opinberu byggingum landsins. Í tilefni afmælisins standa Arkitektafélag Íslands og Háskóli Íslands fyrir fyrirlestri um Guðjón.

„Guðjón var fyrsti Íslendingurinn sem hlaut klassíska menntun í byggingarlist eins og hún gerðist á fyrri hluta 20. aldar. Hann lauk námi árið 1919 og ári síðar var hann skipaður í embætti húsameistararíkisins en því starfi gegndi hann fram til dauðadags árið 1950.”

Margar þeirra bygginga sem Guðjón teiknaði þykja einkennandi fyrir Reykjavík og uppbyggingu hennar á fyrri hluta 20. aldar. Verk hans má þó finna víðs vegar um landið.

Meðal þess sem Guðjón hannaði er Landspítalinn, Þjóðleikhúsið, aðalbygging Háskóla Íslands, mjólkursamlagið í Borgarnesi, Akureyrarkirkja, verkamannabústaðirnir sem afmarkast af Hringbraut, Ásvallagötu, Bræðraborgarstíg og Hofsvallagötu, Bankahúsin svokölluðu við Framnesveg, sem voru meðal fyrstu raðhúsa landsins og eru í burstabæjastíl og að sjálfsögðu Hallgrímskirkja.

Einnig er fjallað um störf Guðjóns Samúelssonar í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert