Eftirlaunalögin verði endurskoðuð í heild sinni

Eft­ir Rún­ar Pálma­son run­arp@mbl.is

Ný lög um eft­ir­laun for­seta Íslands, ráðherra, alþing­is­manna og hæsta­rétt­ar­dóm­ara voru samþykkt skömmu fyr­ir ára­mót árið 2003. Óhætt er að segja að þau hafi verið harðlega gagn­rýnd æ síðan, einna helst fyr­ir þá sök að rétt­ur til eft­ir­launa fell­ur ekki niður þótt þeir fái launa­tekj­ur. Þannig geta t.d. fyrr­ver­andi ráðherr­ar þegið eft­ir­laun jafn­framt því sem þeir eru á launa­skrá hjá rík­inu.

Ingi­björg Sól­rún lýsti því yfir í setn­ing­ar­ræðu sinni á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á föstu­dag að hún myndi beita sér fyr­ir því að eft­ir­launa­lög­un­um yrði breytt enda hefði laga­setn­ing­in fært ráðamönn­um eft­ir­launa­rétt sem væri langt­um meiri en aðrir hefðu.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær sagði Ingi­björg að flokk­ur­inn hefði ekki tekið af­stöðu til þess hvernig það yrði ná­kvæm­lega gert en grund­vall­ar­atriði lægi fyr­ir; að eft­ir­launa­kjör­in yrðu færð nær því sem al­mennt gerðist. Flokks­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hefði málið nú til um­fjöll­un­ar. "Mér finnst það orka mjög tví­mæl­is að tala um ná­kvæma út­færslu á slík­um breyt­ing­um. Við ákveðum þetta auðvitað ekki ein og sér held­ur verður þetta að ger­ast í sam­vinnu við aðra á Alþingi," sagði hún.

Aðspurð sagði Ingi­björg að sjálfsagt gætu ein­hver álita­mál skap­ast vegna þeirra sem þegar hefðu áunnið sér rétt­indi sam­kvæmt lög­un­um en lög­un­um mætti engu að síður breyta. "Ein­hvers staðar verður að draga línu í sand­inn," sagði hún.

Í hnot­skurn
» Með lög­um sem voru samþykkt í árs­lok 2003 var eft­ir­launa­rétt­ur æðstu ráðamanna, þing­manna og hæsta­rétt­ar­dóm­ara rýmkaður um­tals­vert.
» Þeir geta m.a. farið á eft­ir­laun 55 ára gaml­ir, að ákveðnum skil­yrðum um starfs­ald­ur upp­fyllt­um.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert