Innbrotsþjófar handteknir í austurborginni

Þrír piltar voru handteknir í austurborginni aðfaranótt laugardags en þeir eru grunaðir um innbrot í fyrirtæki. Engu var stolið en öryggiskerfi er í umræddu fyrirtæki og fór það í gang þegar þjófarnir hugðust athafna sig innandyra segir lögregla.

Svo virðist sem þá hafi komið styggð að þjófunum sem létu sig hverfa en þeir komust ekki langt og voru handteknir skömmu síðar. Piltarnir eru 15, 17 og 19 ára.

Í Kópavogi var brotist inn í fimm fyrirtæki við sömu götu um helgina en mismiklu stolið. Tölvu og myndavéla er saknað eftir innbrot í kjallaraíbúð í Breiðholti og í Háaleitishverfi voru fjögur dekk tekin úr geymslu.

Þá rannsakar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu innbrot í þrjá bíla en úr þeim var m.a. stolið fartölvum og iPod-spilara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert