Íslendingur óhultur eftir árás í tækniskólanum í Virginíu

00:00
00:00

Einn Íslend­ing­ur, Dag­mar Krist­ín Hann­es­dótt­ir, er í há­skól­an­um í Blacks­burg í Virg­in­íu þar sem maður hóf skot­hríð í morg­un. Að sögn Fox sjón­varps­stöðvar­inn­ar skaut maður­inn 31 til bana og særði 28 áður en hann lét sjálf­ur lífið. Í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins sagði Dag­mar að hún væri óhult. Árás­in var gerð í verk­fræðibygg­ingu há­skól­ans en Dag­mar var stödd í sál­fræðibygg­ing­unni sem er nokkru fjær.

Dag­mar, sem er á fjórða og síðasta ári í doktors­námi sínu í klín­ískri barna­sál­fræði í skól­an­um, seg­ist hafa verið að flytja fyr­ir­lest­ur í einni skóla­stofu í morg­un þegar skotárás­in hófst. Hún seg­ir að yf­ir­maður deild­ar­inn­ar hafi komið inn í skóla­stof­una og sagt öll­um, að þeir mættu ekki fara út úr bygg­ing­unni. Þeim hafi verið að sagt að læsa sig inni í stof­um eða skrif­stof­um bygg­ing­ar­inn­ar. „Sem við gerðum og við vor­um þar þangað til okk­ur var hleypt út. Við vor­um þar í um klukku­tíma eða einn og hálf­an,“ seg­ir hún.

Aðspurð seg­ist hún enn vera að átta sig á því hvað hafði gerst. „Ég áttaði mig ekki á því hvað þetta var mikið fyrr en ég kom út úr skól­an­um. Það voru all­ir læst­ir inni og eng­inn mátti gera neitt eða fara neitt.“

Dag­mar seg­ir vopnaða lög­reglu­menn hafa um­kringt bygg­ing­una. Hún seg­ist ekki vita til þess að neinn af vin­um og kunn­ingj­um henn­ar í skól­an­um hafi særst eða látið lífið í árás­inni. Eig­inmaður vin­konu sinn­ar hafi verið á ann­ari hæð verk­fræðibygg­ing­ar­inn­ar þegar at­b­urður­inn átti sér stað. Sér­sveit­ar­menn hafi komið inn í skóla­stof­una í leit að bys­su­m­ann­in­um og skipað öll­um að setja upp hend­urn­ar. Fólkið var síðan læst inni í stof­unni en sér­sveit­in hleypti þeim út þegar gengið hafði verið úr skugga um að bys­sumaður­inn væri ekki inni í stof­unni.

Hún seg­ir að í síðustu viku hafi skól­an­um borist sprengju­hót­an­ir en hún seg­ist ekki vita hvort þær teng­ist árás­inni í dag.

Skól­an­um hef­ur verið lokað og þá verður ekk­ert skóla­hald á morg­un vegna at­b­urðar­ins í dag.

Frá aðgerðum lögreglu á skólalóðinni í morgun.
Frá aðgerðum lög­reglu á skóla­lóðinni í morg­un. AP
mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert