Matsnefnd eignarnámsbóta hefur úrskurðað að Landsvirkjun skuli greiða eigendum jarðarinnar Brúar 63,7 milljónir króna í bætur fyrir land 3025 hektara land, sem tekið var eignarnámi og fer að hluta undir Hálslón. Matið nær einnig til 400.000 rúmmetra malarefnis, sem nýtt var til stíflugerðar Kárahnjúkastíflu.
Landsvirkjun hafði áður greitt 5,35 milljóna króna óafturkræfa innborgun inn á bætur fyrir landnotin. Af hálfu Landsvirkjunar kom m.a. fram það sjónarmið, að jörðin Brú væri mjög stór, talin um 160.000 hektarar og þrátt fyrir að hún skerðist um hið eignarnumda svæði sé ljóst að sá hluti er einungis um 1/31 hluti jarðarinnar.
Eigendur Brúar kröfðust þess að Landsvirkjun yrði gert að greiða að lágmarki 1,3 milljarða króna vegna þeirra réttinda sem matið tæki til og áhrifa á verðmæti annarra réttinda þeirra.
Úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta