Norðlenska fjölmiðlafyrirtækið N4 segist nú kanna réttarstöðu sína vegna nafns og firmamerkis N1 sem kynnt var fyrir helgina. Segja forsvarsmenn N4 að nafn og firmamerki N1 sé sláandi líkt N4 og til þess fallin að rugla neytendur.
N4 var stofnað þann í fyrra þegar fjögur fyrirtæki, sem komið höfðu að sjónvarpsrekstri, kvikmyndagerð og útgáfu á Norðurlandi, sameinuðust undir einn hatt.