Verð á þorski fimmtánfaldast

Reuters

eftir Hjört Gíslason

hjgi@mbl.is Bezta ávöxtunin um þessar mundir er líklega kaup á aflahlutdeild í þorski. Verð fyrir hvert kíló er nú komið í um 3.000 krónur í einhverjum tilfellum, þegar um er að ræða sölu á hreinum þorski, þ.e. þegar honum fylgja hvorki aðrar tegundir né skip eða aðrar fasteignir.

Fyrir rúmum tveimur mánuðum keypti Bergur-Huginn skip og kvóta frá Þorlákshöfn. Reiknað verð fyrir ígildi hvers kílós af þorski var þá um 2.400 krónur. Miðað við að verðið sé nú 3.000 krónur hefur ávöxtun félagsins verið 25% á þessum skamma tíma. Þegar sala aflahlutdeildar hófst eftir breytingu kvótalaganna 1990 var verðið um 200 krónur. Það hefur því fimmtánfaldazt á ríflega 15 árum.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert