Aðilar að viljayfirlýsingu vegna hugsanlegs álvers á Bakka við Húsavík, Alcoa, Norðurþing og Iðnaðarráðuneytið, hafa ákveðið að halda áfram hagkvæmniathugun og hefja vinnu við þriðja áfanga í samstarfi við Landsvirkjun og Landsnet.
Á vef Norðurþings segir, að sú framtíðarsýn að byggja álver sem nýti endurnýjanlega orku frá jarðvarma, og þar með góðan vinnustað með öruggum störfum til lengri tíma á Norðurlandi, hvetji aðila til að kanna til fulls þá möguleika sem þetta einstaka tækifæri býður upp á.