Fyrsta skóflustungan tekin að Norðurturni við Smáralind

Tölvumynd af Norðurturni.
Tölvumynd af Norðurturni.

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, tók fyrstu skóflustunguna að Norðurturni við Smáralind í dag. Um er að ræða fimmtán hæða verslunar- og skrifstofubygging, samtals um 16 þúsund m², ásamt þriggja hæða bílastæðahúsi sem rúma mun um 800 bílastæði.

Reiknað er með að steypuvinna við undirstöður Norðurturnsins hefjist um miðjan maí nk. og að uppsteypu hússins ljúki vorið 2008. Áætlað er að öllum framkvæmdum utanhúss verði lokið í október 2008 og að byggingin verði fullbúin og tekin í notkun vorið 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka