Ísland veitir 100 þúsund dölum til íraskra flóttamanna

Á alþjóðlegri ráðstefnu um flóttamenn í Írak og nærliggjandi löndum, sem haldin er að frumkvæði Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) í Genf dagana 17.-18. apríl, tilkynnti fulltrúi Íslands um þá ákvörðun Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra, að veita framlag sem nemur 100.000 Bandaríkjadölum til aðstoðar íröskum flóttamönnum. Talið er að yfir 4 milljónir manna hafi flúið heimili sín í Írak á undanförnum árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka