Þrír lífeyrissjóðir fengu árnaðaróskir frá Kvenréttindafélagi Íslands í gær. Ástæðan var að í stjórnum lífeyrissjóðanna þriggja eru jafnmargar konur og karlar. Þetta eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar og Stapi-Lífeyrissjóður.
Jafnréttissinnar hafa lengi gagnrýnt það hversu fáar konur hafa setið í stjórnum lífeyrissjóða hér á landi, enda voru konur aðeins 1% stjórnarmanna árið 2004.