Kviknaði í flotbryggju í Borgarnesi

Eldur kom upp í flotbryggju við hafnargarðinn í Borgarnesi á öðrum tímanum í dag þegar verið var að skera ofan af stálþili með logskurðartækjum. Fram kemur á fréttavef Skessuhorns, að glóandi málmur hafi lent á flotbryggjunni og kveikt í dekkinu með þeim afleiðingum að talsverðan reyk lagði um tíma yfir bæinn.

Slökkvilið Borgarness var kallað út og slökkti það eldinn á skömmum tíma. Talsverðar skemmdir urðu á flotbryggjunni og segir blaðið ljóst, að skipta þurfi um dekkið á bryggjunni.

Skessuhorn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert