Með hlaðna skammbyssu innanklæða

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot og vopnalagabrot en maðurinn var með hlaðna skammbyssu innanklæða sem hann sagðist hafa ætlað sér að nota, ef á hann réðust óvinveittir menn.

Maðurinn var handtekinn í október sl. þar sem hann var í bíl á bílastæði og fundust í fórum hans tæp amfetamín, hass og 1 skammtur af LSD. Þegar leitað var á manninum á lögreglustöð reyndist hann vera með hlaðna Taurus 357 Magnum skammbyssu á sér.

Fram kemur í ákæru að maðurinn var handtekinn hálfum mánuði síðar eftir að hann ók bíl gegn rauðu ljósi, og var þá einnig með fíkniefni í fórum sínum. Hann framvísaði gasvopni, sem hann bar á sér.

Maðurinn sagðist við yfirheyrslu hafa haft skammbyssu í sínum fórum vegna þess að ráðist hefði verið á hann áður og hann hefði haft af því fregnir að ráðast ætti aftur á hann.

Maðurin hefur ekki hlotið dóm áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert