Mona Sahlin, nýkjörin formaður sænska jafnaðarmannaflokksins, segir nýja ríkisstjórn hægri-og miðjuflokka í Svíþjóð halda úti stefnu sem Svíum geti alls ekki hugnast. Ríkisstjórnin sænska kynnti fjárlög sín í gær og leggur þar áherslu á atvinnumál og nýsköpun í atvinnulífi. Þingmeirihluti sænsku ríkisstjórnarflokkanna er naumur, aðeins sjö þingsæti, og segir Sahlin að til að jafnaðarmenn nái völdum á ný þurfi þeir að sýna Svíum að þeir búi enn yfir eldmóð.
Í viðtali við Fréttavef Morgunblaðsins, lýsir hún skoðun sinni á opinskáum lýsingum Görans Persons, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni jafnaðarmanna, í sænskum fjölmiðlum. Person hefur á síðustu 10 árum farið reglulega í sjónvarpsviðtöl þar sem hann hefur látið ýmislegt fjúka um menn og málefni, andstæðinga og flokksystkin. Nú, eftir að hann lét af embætti, hafa viðtölin verið birt og hafa opinskáar ýsingar hans vakið gríðarlega athygli landa hans.