Vinnuframlag útlendinga verður meginforsenda hagvaxtar

Sam­kvæmt mann­fjölda­spá Sam­taka at­vinnu­lífs­ins mun Íslend­ing­um fjölga í um 400 þúsund árið 2050. Sam­tök­in áætla hins veg­ar að Íslend­ing­um á vinnu­markaði muni fjölga til­tölu­lega hægt á kom­andi árum og fjölg­un­in stöðvast eft­ir u.þ.b. tvo ára­tugi. Því verði vinnu­fram­lag er­lends starfs­fólks ein meg­in­for­senda hag­vaxt­ar.

Í nýju riti Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, Eldri þjóð – ný viðfangs­efni, er bent á, að sí­fellt mik­il­væg­ara verði að stuðla að auk­inni skil­virkni og fram­leiðni. Hæg­ur vöxt­ur vinnu­afls kalli ekki aðeins á lengri starfsævi, held­ur þurfi einnig að fá yngra fólk fyrr inn á vinnu­markaðinn. Auk­in samþjöpp­un náms í grunn­skól­um, fram­halds­skól­um og há­skól­um gæti stuðlað að því. SA hafa því lagt til að nem­end­ur hefji nám einu ári fyrr í fram­halds­skóla og tveim­ur árum fyrr á há­skóla­stigi.

Sam­kvæmt mann­fjölda­spánni ver­ur ald­urs­sam­setn­ing ís­lensku þjóðar­inn­ar árið 2050 mjög frá­brugðin því sem nú er. Ein­stak­ling­ar á eft­ir­launa­aldri, 65 ára og eldri, verða 27% íbú­anna í stað 12% nú og munu telja 109 þúsund manns. Fjöldi Íslend­inga 80 ára og eldri mun fimm­fald­ast fram til 2050, úr 9 þúsund í 45 þúsund.

Gert er ráð fyr­ir því að árið 2050 verði ævilík­ur karla við fæðingu 86,5 ár og kvenna tæp 90 ár og leng­ing meðalævi frá því sem nú er verði þannig 7,5 ár hjá körl­um og 7 ár hjá kon­um. Þá er út­lit fyr­ir að það tíma­bil sem fólk nýt­ur líf­eyr­is leng­ist um tæp 30%.

Í rit­inu seg­ir, að brýnt sé að af­nema all­ar hindr­an­ir fyr­ir at­vinnuþátt­töku eldri starfs­manna og hækk­un eft­ir­launa­ald­urs hljóti að koma til álita þar sem fólk á aldr­in­um 65-70 ára búi við mun betri heilsu en áður og sú þróun muni halda áfram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert