Wilson Muuga í höfn

Wilson Muuga í Hafnarfjarðarhöfn í kvöld.
Wilson Muuga í Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. mbl.is/Ómar

Dráttarbáturinn Magni kom með flutningaskipið Wilson Muuga til Hafnarfjarðar laust eftir klukkan 23 í kvöld. Flutningaskipið var dregið af strandstað við Hvalsnes um klukkan 17:30 í dag en það strandaði í desember á síðasta ári. Siglingin fyrir Garðsskaga gekk vel og er Wilson Muuga nú í suðurhöfninni í Hafnarfirði skammt frá stóru flotkvínni sem þar er.

Um 10–15 menn hafa dvalið meira eða minna í eða við skipið undanfarnar vikur og unnið við að þétta tanka og lestargólf skipsins og auk þess að létta það eins mikið og mögulegt var.

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, fylgdist með þegar Wilson Muuga kom inn …
Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, fylgdist með þegar Wilson Muuga kom inn í kvöld. Hún sést á myndinni með Ulf Berthelsen, skipstjóra danska varðskipsins Triton, Guðmundi Ásgeirssyni í Nesskipum og Ólöfu Guðfinnsdóttur, konu hans. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert