Allt hvítt á Akureyri

Allt hvítt á Akureyri í morgun.
Allt hvítt á Akureyri í morgun. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Þótt um fimm sentímetra jafnfallinn snjór sé á Akureyri eftir nóttina er ekki hálka á götum segir lögreglan, en fyrir norðan snjóaði í alla nótt og hefur ekki stytt upp enn. Líklegt er þó að snjórinn stoppi stutt við að þessu sinni því spáð er nokkurra stiga hita víðast hvar á landinu í dag. Snjórinn á Akureyri er þó ánægjuefni fyrir skíðaunnendur, en Andrésar andar-leikarnir verða settir í Hlíðarfjalli í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert