Ástráður hlaut Íslensku forvarnarverðlaunin

Fulltrúar Ástráðs taka við verðlaununum í dag.
Fulltrúar Ástráðs taka við verðlaununum í dag. mbl.is/Ómar

Ástráði, forvarnarstarfi læknanema, var í dag veitt Íslensku forvarnaverðlaunin 2007. Í tilnefningu félagsins til verðlaunanna kemur fram að lífleg fjölbreytt og vel útferð kennslutækni þeirra og það hversu vel félagsmenn þess nái til ungs fólks hafi eflaust átt stóran þátt í því að unglingaþungunum hafi fækkað um helming síðastliðin ár. Þá hafi fóstureyðingum og klamidíusmitstilfellum ekki fjölgað í aldurshópunum 15 til 19 ára og 20 til 24 ára.

Verðlaunin voru nú veitt í annað sinn en á síðasta ári féllu þau í skaut Þorsteins Péturssonar lögreglumanns á Akureyri. Sjóvá-Forvarnahúsið veitti verðlaunin.

Almenningi var gefin kostur á að senda inn tilnefningar og bárust 33 tilnefningar um verkefni á hinum ýmsum sviðum forvarna.

Ástráður, forvarnastarf læknanema, hefur nú á 8. ár sinnt öflugu fræðslustarfi til ungs fólks um heilbrigt kynlíf, getnaðarvarnir og kynsjúkdómavarnir. Um þessa fræðslu sjá forvarnafulltrúar Ástráðs sem flestir eru á 2. ári í læknanámi en stjórn Ástráðs er skipuð nemendum 1. – 4. árs í læknisfræði. Markhópur fræðslunnar eru nemendur í fyrstu bekkjum framhaldsskóla og heimsótti Ástráður skólaárið 2005-2006 25 framhaldsskóla af þeim 30 hófu kennslu það haust. Heimsóknum í grunnskóla og félagsmiðstöðvar hefur þó fjölgað og er sérstök fræðsla ætluð þeim á vegum Ástráðs. Einnig rekur Ástráður heimasíðuna www.astradur.is þar sem m.a. er svarþjónustan leyndo@astradur.is auk fræðsluefnis og ábendingar um þá læknisfræðilegu þjónustu sem til staðar er og tengist kynheilbrigði..

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert