Rúmlega 300 manns atvinnulausir á Norðurlandi eystra

Víðir Lundi Hjartarson kranabílstjóri hjá þjónustustöð Húsavíkurbæjar við störf sín …
Víðir Lundi Hjartarson kranabílstjóri hjá þjónustustöð Húsavíkurbæjar við störf sín í dag en atvinnuástand er allmennt gott í bænum. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru 326 atvinnulausir á Norðurlandi eystra í lok síðasta mánaðar. Þar af voru 204 atvinnulausir á Akureyri. Í Norðurþingi voru 33 atvinnulausir, 12 karlar og 21 kona. Utan Norðurþings voru 40 atvinnulausir, þar af 15 karlar og 25 konur.

Þrátt fyrir þetta ástand telst atvinnuástandið á svæðinu almennt gott segir á heimasíðu stéttarfélaganna í þingeyjarsýslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert