Slökkvistarfi lokið að mestu og hreinsunarstörf hafin í miðborginni

Frá slökkviaðgerðum í miðborginni í dag.
Frá slökkviaðgerðum í miðborginni í dag. mbl.is/Júlíus

Að sögn lög­reglu höfuðborg­ar­svæðis­ins er eig­in­legu slökkvi­starfi í miðborg­inni að mestu lokið en lög­reglu vinn­ur nú ásamt slökkviliði og borg­ar­starfs­mönn­um að hreins­un­ar­störf­um. Enn er þó verið að slökkva í glæðum hér og þar.

Aðgengi al­menn­ings að horni Lækj­ar­götu og Aust­ur­stræt­is niður að Hress­ing­ar­skál­an­um hef­ur verið tak­markað og mun slökkviliðið vakta brunastaðinn í nótt.

Að sögn Unn­ars Ástþórs­son­ar, varðstjóra hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, er ljóst að hús­næðið sem hýsti skemmti­staðinn Pra­vda og sölut­urn­inn Frök­en Reykja­vík, þ.e Aust­ur­stræti 22, er ónýtt. Ekki er búið að meta hús­næðið að Lækj­ar­götu 2 þar sem Keba­bhúsið er til húsa. Hann seg­ir þó ljóst að það sé illa farið eft­ir eld.

Hann seg­ir að hreins­un­ar­störf­um muni brátt ljúka en hann tel­ur að hátt í 30 manns séu nú að störf­um á bruna­vett­vangi, þar af tæp­ur tug­ur lög­reglu­manna. Auk þess eru menn á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar og Orku­veitu Reykja­vík­ur, en þeir vinna nú að því að koma á raf­magni í nær­liggj­andi hús.

Aðspurður seg­ist Unn­ar ekki vita bet­ur en að nær­liggj­andi hús hafi nær al­veg sloppið við vatns­skemmd­ir vegna slökkviaðgerðanna í dag. Ef­laust sé eitt­hvað um reyk­skemmd­ir í hús­um, eða reykjalykt. Starfs­menn á veg­um trygg­ing­ar­fyr­ir­tækja eru komn­ir á staðinn til þess að meta það tjón.

Elds­upp­tök eru enn í rann­sókn. Lög­regla hef­ur rætt við vitni í dag og eig­end­ur hús­anna frá því eld­ur kviknaði í dag.

Þá er ekki vitað til þess að nokk­ur hafi slasast við slökkvistörf í dag, hvorki slökkviliðs- eða lög­reglu­menn né al­menn­ing­ur.

„Það hef­ur allt gengið frá­bær­lega fyr­ir sig, bæði al­menn­ingi, fjöl­miðlum, lög­reglu og slökkviliði. Eng­ir árekstr­ar hafa verið á nokkr­um stöðum. Menn hafa borið sig al­veg frá­bær­lega, og við eru mjög þakk­lát­ir hvað menn hafa sýnt mikla virðingu þess­um boðum og bönn­um sem hafa verið í gangi hérna. Al­veg sama hver það er,“ sagði Unn­ar í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert