Tilkynnt var í dag að Þorsteini Inga Sigfússyni, prófessor við Háskóla Íslands, verði veitt Alheimsverðlaunin Global Energy International Prize fyrir rannsóknir sínar í orkumálum. Verðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir og er þeim ætlað að styðja alþjóðlega samvinnu við lausn brýnustu orkuvandamála samtímans. Þorsteinn er einn þriggja verðlaunahafa í ár og mun hann taka formlega við verðlaununum úr hendi Vladimirs Putins Rússlandsforseta í Pétursborg í júní. Formleg athöfn vegna tilnefningarinnar mun hins vegar fara fram á vegum rússneska sendiráðsins klukkan tíu í dag.