Jón Viktor náði fyrsta áfanga að stórmeistaratitli

Jón Viktor Gunnarsson náði í dag fyrsta áfanga að stórmeistaratitli í skák í lokaumferð Minningarmótsins um Þráin Guðmundsson sem fram fór í Skákhöll Reykjavíkur í Faxafeni. Jón Viktor samdi jafntefli við alþjóðlega meistarann Innu Gaponenku frá Úkraínu og tryggði sér með því áfangann.

Lettneski stórmeistarinn Normunds Miezes varð hins vegar sigurvegari mótsins en hann hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum. hann hefur nú sigrað í 2 mótum á Íslandi í þessum mánuði.

Jón Viktor Gunnarsson varð annar með 6,5 vinning og síðan komu 5 skákmenn með 6 vinninga. Þeirra á meðal alþjóðlegi meistarinn Héðinn Steingrímsson.

Sverrir Þorgeirsson ungur skákmaður úr skákdeild Hauka þótti hins vegar standa sig manna best miðað við stig og ávann hann sér heil 35 stig á Fide listanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert