Laskað nefhjól tefur farþega Icelandair

Laskað nefhjól tefur um 200 farþega Icelandair í Kaupmannahöfn.
Laskað nefhjól tefur um 200 farþega Icelandair í Kaupmannahöfn. mbl.is

Um 200 farþegar Icelandair bíða nú eftir að annarri flugvél á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn eftir að vélin þeirra sem átti að fara þaðan um hádegið í dag varð fyrir óhappi. Verið var að ýta vélinni af stæði þegar þrýstibúnaður í dráttarvagninum brast og við það laskaðist nefhjól vélarinnar.

Að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair mun viðgerð ekki ljúka fyrr en á morgun en farþegarnir bíða á Kastrup eftir annarri vél og reiknað er með að sú vél komist í loftið upp úr miðnætti.

Engin hætta skapaðist af þessu slysi og þó að nefhjólið hafi laskast datt vélin ekki niður eða neitt slíkt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert