Sextán handteknir eftir gleðskap í Garðabæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók 16 manns í gleðskap í Garðabæ um klukkan níu í morgun. Var lögregla kölluð að húsinu vegna láta og þegar lögreglu bar að garði brugðust veislugestir svo illa við afskiptum hennar að brugðið var á það ráð að handtaka viðstadda. Brutust þá út nokkur átök en engin meiðsli urðu þó á fólki.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu var fólkið flutt á lögreglustöð til skýrslutöku og er síðustu skýrslutökum vegna málsins nú að ljúka. Töluvert af fíkniefnum fundist við og í húsinu og segir lögregla að um hafi verið að ræða tugi gramma af amfetamíni og hassi í neyslupökkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert