Zimsen-húsið fari í Grófina

Skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti í gær samhljóða að láta auglýsa nýja tillögu að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir að Zimsen-húsið verði flutt á Grófartorg og gert þar upp. "Húsið fer einstaklega vel á þessum stað," sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs. Skipulagsferlið tekur að lágmarki þrjá mánuði en hún gerir ráð fyrir að hægt verði að flytja húsið á torgið á þessu ári.

Zimsen-húsið var reist sem pakkhús á árunum 1884 og 1889 og fram í maí í fyrra stóð það við Hafnarstræti 21. Þá var húsið híft í heilu lagi upp á vörubílspall og flutt út á Granda þar sem það hefur staðið og beðið eftir framtíðarheimili síðan.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert